Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna færði bindindissamtökunum IOGT skemmtilega gjöf á dögunum. Á Grund fundust nefnilega þrjár plötur með ræðum sem voru fluttar á fundi stúku nr. 173 þann 8. eða 11. febrúar 1943, á 25 ára afmæli stúkunnar. Ræðumenn voru Flosi Sigurðsson, Guðmundur Gamalíelsson og langafi Gísla Páls, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason. Grund lét koma ræðunum yfir á rafrænt form og Gísli Páll færði stúkunni upptökurnar og gömlu plöturnar. Á myndinni er Gísli Páll að afhenda Guðjóni Bjarna Eggertssyni, æðsta templar í stúkunni Framtíðin, upptökurnar.