Í tilefni konudags í gær fengu allar heimiliskonur á Grundarheimilunum rós að gjöf.

Tæplega þrjú hundruð rósir sem heimiliskonur fengu eru gjöf frá Ræktunarstöðinni í Hveragerði og að sögn Jóhanns Ísleifssonar blómabónda var ljúft að geta glatt heimiliskonurnar með þessari rósasendingu. Í fyrra gáfu þeir líka rósir á heimilin á konudaginn.
Grundarheimilin þakka Ræktunarstöðinni fyrir þessa hlýju og fallegu gjöf.
