Það þarf ekki mikið til að laða fram bros á varir heimilisfólks á Litlu og Minni Grund. Tófú er heimilisvinur og honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér með afgangsgarn. Hann lifir líka eins og blóm í eggi þegar hann kemur á Grund, fær næga athygli og strokur ef hann vill og jafnvel eitthvað að lepja.