Börn úr 5. bekk í Mýrarhúsaskóla glöddu okkur á ný og mættu nú í hátíðasalinn og föndruðu með heimilisfólki. Það var púslað, spjallað og sprellað og jólalögin sungin. Það er ólýsanlegt hvað þessar heimsóknir lífga upp á lífið og tilveruna hér á Grund. Að sama skapi hlýtur að vera svolítið gott að koma bara í heimsókn í ró og næði og þar sem heimilisfólkið hefur nægan tíma til að hlusta á börnin og hrósa og veita þeim athygli.