Skipt um nærri 300 glugga

Þeir sem búa á Grund og þeir sem eiga leið framhjá þessari fallegu byggingu við Hringbraut hafa tekið eftir að síðustu ár hafa staðið yfir gluggaskipti á heimilinu.
Hátt í þrjú hundruð gluggar eru á byggingunni og nú fer að síga á seinni hlutann með þessar framkvæmdir. Vonandi verður búið að skipta um alla gluggana á árinu.