Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni. Stundum er boðið upp á malt og appelsín eða kalda mjólk með nýbökuðum kökunum og oftar en ekki hljóma líka gömlu og góðu jólalögin. Þessar myndir voru teknar þegar bakað var á A-2.