Söngkonan Hafdís Huld heimsótti okkur í morgunstund í gær og sagði heimilisfólkinu frá sér og söng nokkur lög. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna.
Sr. Pétur Þorsteinsson, sá sem stendur við gluggann á myndinni, er sá sem í viku hverri fær til okkar fólk í sjálfboðavinnu sem kemur og gleður heimilisfólkið okkar á einn eða annan hátt með einsöng, kórsöng, hljóðfæraleik, upplestri, dansi, fræðslu eða hugleiðslu svo dæmi séu tekin. Dásamlegt að finna hvað fólk er tilbúið að koma og gefa vinnu sína við að gleðja heimilisfólkið og veita því tilbreytingu.