Það er dásamlegt að upplifa hvað tónlist gerir mikið fyrir þá sem eru komnir með heilabilunarsjúkdóma sagði starfsmaður á Grund sem var að vitna í átta vikna námskeið sem er nýhafið á heimilinu undir yfirskriftinni Tónlist og heilabilun. Það er Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og tónlistarkennari sem heldur utanum um námskeiðið en hún hefur lengi tengt tónlist og fólk með heilabilunarsjúkdóma.
Grund hlaut styrk frá Oddfellowsystrum í Rbst. Nr.1 Bergþóru til að bjóða upp á námskeiðið og erum við hér á Grund þeim innilega þakklát í stúkunni fyrir að hugsa með þessum hlýhug til heimilisfólksins okkar sem komið er með heilabilunarsjúkdóma.