Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3. Samtals voru nemendur 51 talsins og mæting og þátttaka góð. Í íslenskunáminu æfa nemendur tal, skilning, lestur og ritun og einnig er lögð áhersla á starfstengdan orðaforða.
Það hefur verið gaman að fylgjast með framförum starfsfólks í íslensku enda íslenskan lykilinn að góðum samskiptum innan vinnustaðarins.
Grundarheimilin munu áfram styðja við starfsfólkið í íslenskunámi og vona að heimilismenn og aðstandendur gefi starfsfólkinu tækifæri til að æfa sig í íslenskunni.