Það standa yfir heilsudagar í Mörk þessa dagana. Heimilisfólkið hefur tekið þátt í ýmsum óhefðbundnum æfingum og haft gaman af. Það er dansað, blöðrur gegna hlutverki og svo eru ýmsir boltaleikir vinsælir. Það er ekki annað að sjá en heimilisfólkið elski þessa tilbreytingu.