Það var svo sannarlega hátíðlegt á Grundarheimilunum í síðustu viku þegar Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan og Sigga Beinteins mættu og héldu tónleika í tilefni 100 ára afmælis Grundar sem er þann 29. október næstkomandi. Þetta frábæra tónlistarfólk söng lögin hans Fúsa við undirleik Gunnars Gunnarssonar, allt lög sem heimilisfólkið kannaðist svo vel við, Litla flugan, Dagný og Ég vil að börnin fái að fæðast stærri svo dæmi séu tekin. Margir sungu hástöfum með þeim þessi fallegu
gömlu dægurlög og það sást líka glitta í gleðitár. Takk fyrir einstaka tónleika, hlýju og fallega nærveru.