Seríur og kransar komnir upp
Mörk
30.11.2023
Í nóvember byrjuðum við í Mörk að undirbúa jólin. Húsvörðurinn setti upp seríu á tréð við húsið í bílastæðaportinu og ræstingin hengdi upp jólakransa með seríum á göngum. Það þarf ekki mikið til að fá hlýleika og birtu þegar dimmt er úti. Nú er desember að ganga í garð og þá munu jólatré vera sett upp og meira jólaskraut.