Í hugum margra heimilismanna er smákökubakstur órjúfanlegur hluti af undirbúningi jólanna og ekkert óalgengt að þegar þeir voru á sínum yngri árum hafi verið bakaðar tíu sortir fyrir jólin sem og til dæmis randalína, soðbrauð ef til vill og hveitikökur. Það er því kærkominn ilmur sem læðist um húsið þessa dagana því það er verið að baka á öllum hæðum, engiferkökur, spesíur og allskonar góðgæti. Myndirnar eru teknar á hinum ýmsu heimilum í Mörk.