Síðasta vika var Heilsuvika í Mörk. Í tilefni af því var boðið upp á heilsusamlegar súpur í Kaffi Mörk, heilsukökur og chia graut, og Boggubúð var með heilsutilboð af ýmsum vörum. Á mánudeginum fengum við í 60+ til okkar sálfræðinginn Harald S. Þorsteinsson frá Heilsubrú og var hann með fyrirlestur um mikilvægi svefns, á fimmtudeginum var boðið upp á heita bakstra, vax og handanudd í iðju og í Heilsulind var boðið upp á samflot.