Inni púttmót 60+

Í febrúar var mikil stemning í húsinu þegar fyrsta inni púttmótið fór fram. Júlíus G. Rafnsson fyrrum forseti Golfsambands Íslands vígði pútt aðstöðuna, veitti íbúum 60+ pútt ráðleggingar og hélt utan um mótið. Teknar voru 9 holur og í framhaldi af því fóru keppendur í Kaffi Mörk og fengu sér hressingu. Verðlaunaafhending fór fram í Kaffi Mörk og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í karla og kvenna flokki.

 

Sigurvegarar í kvenna flokki:
1. sæti konur - Herdís Snæbjörnsdóttir
2. sæti konur - Edda Svavarsdóttir
3. sæti konur - Margrét Sveinbergsdóttir
 
Sigurvegarar í karla flokki:
1. sæti karlar - Sturlaugur Grétar Filippusson
2. sæti karlar - Birgir Hólm Björgvinsson
3. sæti karlar - Sigurður Sigurðsson
 
Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í þessu fyrsta inni púttmóti og hlökkum til komandi móta.