Hin árlega sumarferð íbúa var í síðustu viku. Farið var með rútu frá Mörkinni og keyrt austur fyrir fjall. Fyrsta stopp var í Forsæti í Flóahreppi en þar er gallerý þeirra hjóna Ólafs Sigurjónssonar og Bergþóru Guðbergsdóttur. Í hádeginu var komið við í Ási í Hveragerði þar sem Gísli Páll tók á móti hópnum og snæddur var hádegisverður, en það var einnig keyrt um bæinn og kíkt upp í Reykjadal. Ferðinni var svo heitið í Lindina á Laugarvatni í kaffi. Á heimleið var keyrt um Lyngdalsheiði. Fararstjóri ferðarinnar var Hörður Gíslason. Takk allir sem tóku þátt í þessum degi með okkur.