Páskabingó á Litlu og Minni Grund

Það mátti heyra saumnál detta þegar leið á bingóspilið um aðalvinninginn í páskabingóinu á Litlu og Minni Grund sem haldið var nú í vikunni.
Aðalvinninginn hlaut heimiliskonan Sigrún Þorleifsdóttir, egg nr 6. Svanhvít Hannesdóttir fékk vinning nr 2, sem voru egg í körfu og ungi liggjandi þar ofan á.
Allir fengu málsháttaregg og sumir lítið páskaskraut að auki
Páskakórinn, litlu kallarnir í gulu búningunum "sungu" við undirspil hjá Nonna nikku
Og svo var stiginn dans af mikilli innlifun, Gunnar bauð konunum upp hverri af annarri en auðvitað fyrst eiginkonunni Guðrúnu Hrönn.