Í síðustu viku lauk púttmótaröð sumarsins hjá pútthóp 60+. Mótið var í umsjón Júlíusar G. Rafnssonar fyrrum forseta Golfsambands Íslands. Spilaðir voru 2x18 holu hringir og þurfti að vera með í minnst þrjú skipti til að vera með í úrslitum. Verðlaun voru veitt fyrir vinningshafa í kvenna- og karlaflokki. Verðlaunin gáfu íbúarnir og hjónin Edda Svavarsdóttir og Birgir Björgvinsson, þökkum við þeim kærlega fyrir. Allir þátttakendur fengu golfkúlu með logo-i Grundarheimilanna fyrir þátttöku.
Sigurvegari í kvennaflokki var Bára Sólveig Ragnarsdóttir, í öðru sæti var Hjördís Magnúsdóttir og í þriðja sæti var Edda Svavarsdóttir.
Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Davíðsson, í öðru sæti var Sturlaugur Grétar Filippusson og í þriðja var Sveinn Viðar Jónsson.