Í dag voru veitt verðlaun fyrir hrekkjavökuskreytingar í Ási.
Skipuð var dómnefnd þar sem voru 4 fulltrúar heimilismanna, Guðrún Anna, Kristín Björg, Steinunn og Edvard og 2 fulltrúar starfsmanna, Birna Sif og Fanney Björg. Dómnefndin stóð frammi fyrir vandasömu verki því það var mjög erfitt að gera upp á milli allra þessara hryllilegu skreytinga.
Niðurstaðan varð hins vegar sú að tvö heimili skiptu með sér fyrsta vinningi:
Ásbyrgi… Þar sem metnaðurinn var mikill. Skreytingarnar einkenndust af kímnigáfu í bland við hryllinginn. Eitthvað var um að heimilisfólk tæki þátt í að skreyta setustofu og matsal með beinum eða óbeinum hætti. Skreytingaranr vöktu mikla kátínu meðal heimilismanna og starfsmanna og sköpuðust góðar umræður um tilgang alls þessa.
Bæjaras deildi fyrsta vinningi með Ásbyrgi en í Bæjarási einkenndust skreytingarnar af útsjónarsemi, samvinnu, nýtni/endrvinnslu og mikilli kímnigáfu. Í Bæjarási var notast við margs konar fígúrur sem prjónaðar hafa verið á heimilinu í gengum tiðina. Þessar fígúrur gengu í gegnum ýmiskonar pyntingar í anda Hrekkjavökunar, sumar höfðu lent í gálganum, aðrar voru reknar á hol með prjónum og enn aðrar urðu að múmíum. Til að undirstrika hryllinginn hafði svo haganlega verið komið fyrir heimatilbúnum köngulóavefjum. Starfsfólk og heimilisfólk vann saman að því að koma skreytingunum fyrir.
Annars voru Hhekkjavökuskreytingar á Ási mjög litríkar, hrylllegar og skemmtilegar og flestir hafi skemmtu sér konunglega….