Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í hátíðasal. Tríóið Gadus Morhua hélt tónleika fyrir heimilisfólkið en þar eru á ferð Björk Níelsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Yfirskrift tónleikanna var Fjárlög í fínum fötum. Samhljómur langspils og barokksellós var útgangspunktur hópsins, en tónlistarsköpunin einskonar baðstofubarrokk, Tónleikarnir voru endurskoðun á Fjárlögunum alkunnu, Íslensku söngvasafni sem kom út á árunum 1915-1916 og lögunum
sem hafa verið sungin á nánast hverju heimili í rúmlega öld.
Tríóinu eru færðar bestu þakkir fyrir frábæra tónleika.