Haldið var upp á bleika daginn hérna í Mörk síðasta föstudag. Íbúar og starfsmenn voru hvattir til að klæðast bleiku eða bera bleiku slaufuna til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu. Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í deginum.