Dásamleg heimsókn á Litlu Grund

Það var notalegt að sjá börnin koma stormandi inn í hlýjuna á Litlu Grund en nemendur úr 3. bekk Landakotsskóla komu í heimsókn í vikunni og spjölluðu við og sungu fyrir heimilisfólkið.
Svona ljúfar heimsóknir eru gefandi fyrir alla því heimilisfólkið nýtur þess að fá að spjalla og hlusta á ungviðið og það kynnist heimilinu og þeim sem þar búa. Grund er áberandi bygging í vesturbænum ogþað er frábært fyrir börnin að vita hvað er í þessu stóra húsi sem þau kannski fara framhjá daglega.
Þetta eru notalegar samverustundir.