Fiskidagurinn Litli var haldinn í Mörk í síðustu viku við góðar undirtektir. Fjölmargir íbúar lögðu leið sína í veisluhöldin. Boðið var upp á matarmikla fiskisúpu og ofnbakaðan fisk ásamt ís í eftirrétt. Fiskurinn var eins og alltaf í boði Samherja. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins Mikla á Dalvík ásamt Friðriki V komu í heimsókn og tóku þátt í deginum með okkur. Við fengum flotta tónlistarmenn til að flytja ljúfa tóna fyrir okkur en það voru þeir Eyjólfur Kristjánsson og Friðrik Ómar. Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna. Hlökkum til Fiskidagsins Litla á næsta ári.