Fiskidagurinn litli 2023 - Íbúar 60+
01.09.2023
Fiskidagurinn litli var haldinn hátíðlegur í gær hér í Mörk. Er þetta í sjötta sinn sem hátíðin fer fram og þökkum við forsvarsfólki Fiskidagsins mikla á Dalvík fyrir stuðninginn og áhugann.
Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, setti hátíðina. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík flutti vináttukveðju, Friðrik fimmti yfirkokkur matseðils Fiskidagsins mikla á Dalvík fór yfir matseðilinn og tónlistarmaðurinn KK söng nokkur vel valin lög. Dalvíkingar, nærsveitungar og velunnarar bjúggu til vináttubönd til að dreifa á hátíðinni í ár. Júlíus kom með slík armbönd og dreifði til íbúa til að undirstrika vináttuna við Mörkina.
Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna. Hlökkum til Fiskidagsins litla á næsta ári.