Það var kátur mannskapur sem mætti í sundlaug Markarinnar í gær þegar hún var opnuð að nýju. Íbúar í Íbúðum60+ mættu í heilsulindina og tóku sundsprett og sumir skelltu sér svo í heita pottinn og enn aðrir fóru í saunu. Líkamsræktarsalurinn var enn lokaður en Íbúar tóku því af stóískri ró enda hlýða allir þríeykinu á þessum stað. Íbúarnir voru bara sammála um að opnun laugarinnar væri nóg til að brosa allan hringinn og Laila Margrét Arnþórsdóttir sem rekur heilsulind Markar í félagi við Daða Hreinsson sagði að þau væru í sjöunda himni að mega opna á ný, hún hafi saknað fólksins síns sem kæmi reglulega í laugina.