Það var fjör á hattaballi Grundar í gær. Allir sem vettlingi gátu valdið skörtuðu skrautlegum höfuðfötum og sumir fóru meira að segja í búning til að lífga upp á tilveruna. Við erum svo heppin hér á Grund að eiga orðið myndarlegt safn af höttum sem við lánum þeim heimlismönnum og starfsfólki sem ekki á.
Hið vinsæla Grundarband lék fyrir dansi en harmonikkuleikararnir koma til okkar í sjálfboðavinnu í hverjum mánuði og gleðja okkur með harmonikkuleik.