Grundarkórinn hóf nýlega sitt þrettánda starfsár. Kórinn er nokkuð sérstakur því í kórnum sameinast heimilisfólk og starfsfólk Grundar, auk þess sem aðstandendum heimilisfólks er velkomið að taka þátt. Svo hafa alltaf nokkrir einstaklingar utan úr bæ tekið þátt í starfinu, velunnarar kórsins.
Það er engin krafa gerð um söngreynslu eða tónlistarþekkingu, það er allra mikilvægast að hafa ánægju af því að syngja. Það er reyndar mikilvægt að kórfélagar geti lesið texta af
blöðum, því á efnisskrá kórsins er jafnan blanda af gömlu, góðu lögunum og lögum sem enginn kann og allir eru að læra á æfingum.
Svo má ekki gleyma félagslega hlutanum því á æfingum hittist heimilisfólk sem býr á mismunandi stöðum á heimilinu.
Grundarkórinn æfir einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina, æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 14:00 til 15:00 og fara fram í hátíðasal Grundar. Stjórnandi kórsins er Kristín Waage, organist