Í Covid hafa fundir heimilisráðs Markar legið niðri en nýlega var ákveðið að hefja fundi á ný. Heimilismenn sitja í ráðinu og koma meðal annars með ábendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Það er sr. Auður Inga Einarsdóttir sem er fundarstjóri. Að fundi loknum ritar hún fundargerð sem send er á viðeigandi staði til að koma á framfæri þeim ábendingum sem rætt er um. Á næsta fundi er meðal annars farið yfir þau viðbrögð sem fengust við síðustu fundargerð.