Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson flutti ávarp við upphaf alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves en að venju fór opnunarhátíðin fram á Grund. Auk heimilisfólks og starfsfólks mættu í hátíðasal heimilisins leikskólabörn úr nágrenninu og alþjóðlegir gestir tónlistarhátíðarinnar. Auk opnunarávarps forseta bauð Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves, gesti velkomna. Að því loknu hófust tónleikar á Grund þar sem fram komu tónlistarfólkið
Una Torfadóttir og Mugison.