Starfsfólk á Grund tók jólapeysudaginn með trompi og mætti til vinnu í allskonar litríkum og fallegum peysum. Heimilisfólkið hafði gaman af uppátækinu og það sköpuðust skemmtilegar umræður víða um hús um jólafatnað og jólahald.
Uppákomur eins og þessar veita tilbreytingu og stuðla að jákvæðum samskiptum.