Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla-og áramótahátíð og upphaf bólusetningar en í gær voru heimilismenn á Grund bólusettir með fyrri skammti bóluefnis en sá seinni verður að þremur vikum liðnum. Þetta gekk stórvel og heimilisfólki líður vel í dag en auðvitað getum við búist við að einhverjir finni fyrir flensulíkum einkennum næstu daga. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir þessum áfanga en það breytist þó ekki mikið hjá okkur í bili. Áfram verða heimsóknartakmarkanir og í næstu viku þá förum við aftur í tvær heimsóknir á viku, tveir aðilar og alltaf þeir sömu. Síðan má einsog áður skipta út í vikunni á eftir.
Við birtum myndir á heimasíðu og fésbókinni frá deginum í gær og ég læt fylgja hér viðtal við Elínu Björnsdóttur hjúkrunarfræðing sem lýsir stemningunni í gær svo vel😊
https://www.ruv.is/frett/2020/12/30/otrulegt-ad-hafa-dyrmaetasta-efni-i-heimi-i-hondunum
Mig langar að þakka ykkur fyrir samvinnuna um jólin en ég veit að margir hefðu viljað hafa þetta á annan hátt. Nú verða áramótin með svipuðu sniði og veit ég að það mun allt ganga vel. Hjartans þakkir fyrir allar góðar kveðjur og gjafir sem þið hafið fært starfsfólkinu, það er notalegt að finna fyrir hlýhug og stuðning. Guð gefi okkur öllum góð og slysalaus áramót.
Mússa