Jólahátíðin er mikil fjölskylduhátíð og á sérstakan sess í hjörtum okkar flestra, þetta árið er þó ljóst að hún verður ekki með hefðbundnu sniði og áfram verða heimsóknir því takmarkaðar.Almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld leggja ríka áherslu á við höldum þetta út og hafa gefið út leiðbeiningar til hjúkrunarheimila vegna heimsókna sem birtast hér að neðan.
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur fundað og að teknu tilliti til leiðbeininganna er ákveðið að rýmka heimsóknartíma frá og með mánudeginum 21. desember og yfir hátíðarnar eins og hér segir:
Gestum er ekki heimilt að snæða mat með heimilisfólki og því er ekki boðið upp á heimsóknartíma á matmálstímum en starfsfólkið mun líkt og alltaf leggja sig fram að skapa hátíðarstemmingu sem heimilismenn njóta saman.
Þó svo máltíðir séu ekki snæddar saman geta aðstandendur skapað hátíðarstund með sínum ættingja inni á herbergi hans, opnað jólapakka, hlustað á fallega tónlist og notið samverunnar.
Heimilið býður ættingjum ekki upp á neinar veitingar þetta árið en hvetjum ykkur í staðinn til að koma með veitingar að heiman og njóta saman. Og munið ef þið komið með veitingar þurfið þið líka að koma með áhöldin með ykkur.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag heimsóknarpantana mun liggja fyrir mánudaginn 21/12.
Bestu kveðjur, Ragnhildur