Hér á Grund er allt með kyrrum kjörum og við reynum að njóta aðventunnar eins vel og hægt er. Það er auðvitað söknuður í heimilisfólki í þessu ástandi sem hefur heldur betur dregist á langinn.
Við sjáum nú fram á fá bóluefnið til landsins á nýju ári og vitum að heimilisfólk á hjúkrunarheimilum verður í forgangi og við fögnum því svo sannarlega😊
Það hafa margir verið að spyrja okkur um hvernig heimsóknum verði háttað um hátíðarnar en við getum engu svarað um það fyrr en við höfum fengið tilmæli frá Sóttvarnarlækni og það verður vonandi strax í næstu viku og þá heyrið þið frá okkur. Heimsóknarreglur eru því óbreyttar enn um sinn.
Við hvetjum ykkur sem fyrr að hringja og hafa samband í gegnum spjaldtölvurnar sem okkur voru gefnar í fyrstu bylgju. Það er líka gaman að segja frá því að Elko gaf nýlega hverri deild snjallsíma þannig að nú getum við fært ástvinum ykkar síma þegar þið hringið.
Enn og aftur þakka ég ykkur skilning og stuðning í þessu ástandi. Það skiptir okkur svo miklu máli að finna að við erum öll saman í þessu.
Með ósk um góða helgi.
Mússa