Það er búið að aflétta sóttkví og heimilis-og starfsfólk að ná heilsu eftir Covid smit sem kom upp hér á Grund og við erum þakklát fyrir það.
Nú er orðið mjög jólalegt allt í kringum okkur enda aðfangadagur eftir viku og gestagangur alltaf heldur meiri fyrir og um hátíðarnar.
Mig langar því enn og aftur að minna á sóttvarnir en smittölur eru háar í samfélaginu og okkur mikið í mun að fá ekki aðra covid sýkingu á Grund.
Heimsóknarreglur hafa ekki breyst hjá okkur þó eiga allir gestir að bera andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur.
Börn mega koma en þó bendum við á að börn eru oft einkennalaus og því biðjum við alla að sýna skynsemi í þessu, halda heimsóknum þeirra í lágmarki og biðjum um að börn beri einnig andlitsgrímur.
Eftir sem áður geta heimilismenn farið út með ykkur en gæta verður fyllstu varúðar og við mælum ekki með að fólk fari í fjölmennar veislur um hátíðirnar.
Ég set fréttabréf með í viðhengi en það var sent útí vikunni.
Endilega hafið samband við mig eða starfsfólk deilda ef einhverja spurningar eru.
Með von um allair njóti aðventunnar.