Breytingar á sóttvarnarreglum 29. janúar 2021
Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér á hjúkrunarheimilinu og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra.
1. Heimsóknir
Gestir eru velkomnir í heimsókn. Þeir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga.
Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur.
2. Maskanotkun
Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglunni milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu.
3. Kaffi Mörk
Vegna almennra fjöldatakmarkana í samfélaginu þá verður Kaffi Mörk áfram lokað fyrir heimilismenn hjúkrunarheimilisins og aðstandendur þeirra.
Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku
• Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang