Kæru aðstandendur

Gestir eru velkomnir í heimsókn
Við miðum við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin).
Húsið er opið fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga
Gestir þurfa að vera með maska við komu og spritta hendur
Gestir fara beint á herbergi heimilismanna og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum
Gestir forðast beina snertingu við heimilismenn eins og hægt er
Gestir muna tveggja metra nándarmörk
Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur
2. Maskanotkun
Stóra breytinginn er að starfsfólk sem fengið hefur fyrri bólusetningu getur hætt að vera með maska við vinnu sína og þurfa ekki að vera með maska innan veggja heimilisins.
Við förum áfram gætilega og auðvita geta komið tilvik þar sem setja þarf upp maska til dæmis ef ekki er hægt að virða tveggja metra reglu við aðstandendur, gesti eða aðra sem ekki eru bólusettir.
Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu.
3. Kaffi Mörk
Heimilismenn og gestir þeirra eru velkomnir á Kaffi Mörk á meðan húsrúm leyfir. Munum að huga að sóttvörnum.
Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku
• Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang.

Ragnhildur