Í næstu eigum við von á að starfsfólk fái síðari bólusetningu og getum við þá slakað á heimsóknarreglum upp úr mánaðarmótum mai/júní. Þangað til verða óbreyttar heimsóknarreglur.
Það þýðir að enn eru tvær heimsóknir á dag og börn undir 18 ára mega því miður ekki koma í heimsóknir. Heimsóknartímar eru óbreyttir frá 13-18.
Heimsóknir eru bundnar við herbergi heimilismanna og útisvæði. Veðrið hefur verið hagstætt og hvetjum við ykkur til að nýta heimsóknartímann til útiveru. Það gerir öllum svo gott.
Við biðjum gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri. Gestir noti andlitsgrímur og spritti sig við komu á heimilið.
Höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra.
Enn og aftur þakka ég ykkur öllum fyrir góða samvinnu þennan erfiða vetur, það er bjart framundan
Kveðja Mússa