Leðurblökur og grasker á Grund

Starfsfólk og heimilisfólk hefur undanfarna daga sameinast í því að skera út grasker og skemmta sér við að skoða útkomuna í húsinu. Á sumum stöðum er metnaðurinn meiri en annarsstaðar og bæði köngulóarvefir komnir upp, leðurblökur og allskyns skraut sem minnir á hrekkjavökuna, sem er í dag. 🍑
Það er eitthvað um að bæði starfsfólk og heimilisfólk fussi og sveii yfir þessum nýja sið á meðan aðrir hafa mjög gaman af umstanginu og skrautinu. Það er bara svona eins og er í lífinu sjálfu og þannig á það að vera þegar fólk býr á heimili eins og Grund. Það skapast líflegar umræður og sitt sýnist hverjum.
Skoðið endilega þessi skrautlegu grasker ef þið eigið leið um Grund næstu daga.