Þegar fólk flytur á Grundarheimilin er lagt uppúr því að lífssaga fylgi viðkomandi. Lífssagan er eitt það mikilvægasta sem starfsfólkið fær í hendur um heimilismenn. Þannig getur saga heimilismanns oft verið kveikja að umræðum og starfsmenn geta kynnst heimilismanninum ögn betur en ella með því að sjá myndir af honum frá liðnum árum eða fjölskyldunni. Hvaðan er hann, hverjir skipta hann máli og hvað finnst honum gaman að fást við? Mismunandi er hvernig lífssagan er útfærð.
Sumir prenta út myndir og hengja upp á veggi, aðrir búa til spjöld þar sem stiklað er á stóru um ævi viðkomandi og enn aðrir útbúa myndabækur. Nokkrar samstarfskonur á Grundarheimilunum komu saman í síðustu viku og útbjuggu eigin lífssögu á veggspjald.