Lionsklúbburinn Njörður gaf nýlega hjúkrunarheimilinu Mörk breiðan meðferðarbekk í sjúkraþjálfun. Bekkurinn er sérstaklega breiður og bólstraður til að gera hann mýkri svo hann henti vel fyrir þá sem þurfa á mýktinni að halda við æfingar. Félagar í Lions afhentu bekkinn formlega og myndirnar voru teknar við það tækifæri.