Lionsklúbburinn Njörður færði Mörk bekk að gjöf

Lúðvík Berg Bárðarson formaður Lionsklúbbsins Njarðar afhenti bekkinn þeim Maríu Guðnadóttur sjúkraþ…
Lúðvík Berg Bárðarson formaður Lionsklúbbsins Njarðar afhenti bekkinn þeim Maríu Guðnadóttur sjúkraþjálfara og Karli Óttari Einarssyni forstjóra Grundarheimilanna.

Lionsklúbburinn Njörður gaf nýlega hjúkrunarheimilinu Mörk breiðan meðferðarbekk í sjúkraþjálfun. Bekkurinn er sérstaklega breiður og bólstraður til að gera hann mýkri svo hann henti vel fyrir þá sem þurfa á mýktinni að halda við æfingar. Félagar í Lions afhentu bekkinn formlega og myndirnar voru teknar við það tækifæri.