Hússtjórnarskólinn í Reykjavík fagnar 80 ára starfsafmæli á þessu ári og í síðustu viku var haldið upp á afmælið. Gestum gafst kostur á að kíkja í kennslustundir og skoða það sem nemendur eru að gera dags daglega. Boðið var upp á afmælisköku og kaffi. Tvær heimiliskonur mættu í afmælið, enda skólinn svo að segja í næsta húsi. Þær færðu skólanum blómvönd frá Grund og skoðuðu starfsemina.