Um árabil hefur Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási leitt fundi þar sem hugmyndafræði lífsneistans er höfð að leiðarljósi við minningavinnu. Upphafskona hugmyndafræðinnar Spark of life er danska konan Jane Varity sem sjálf átti móður með minnissjúkdóm og þróaði starfsemina. Markmiðið með henni er að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Í dag býr Jane í Ástralíu og þar eru höfuðstöðvar Spark of life í dag.