Mörk hjúkrunarheimili og Fossvogsprestakall (áður Grensás og Bústaðasókn) hafa gert með sér samning til að tryggja sálgæslu við heimilisfólk, starfsfólk og aðstandendur á Mörk hjúkrunarheimili. Samkvæmt þjónustuskipulagi þjóðkirkjunnar fellur Mörk innan Grensássóknar og munu því prestar, djáknar og starfsfólk prestakallsins annast þjónutuna.
Djákni Bústaðasóknar í Fossvogsprestakalli, Hólmfríður Ólafsdóttir, mun annast sálgæslu á heimilinu einn til tvo daga í viku og munu
jafnframt prestar prestakallsins annast um helgistundir og koma með fræðslu og stuðning. Munu þeir sem fyrr annast guðsþjónustur um jól, páska og hvítasunnu.