Það er alltaf jafn dásamlegt þegar Fóstbræður koma í sína árlegu heimsókn á Grund, iðulega sama dag og þeir halda sína árshátíð. Um síðustu helgi komu þeir stormandi í húsið og héldu tónleika fyrir heimilismenn í hátíðasal. Þetta hafa þeir gert sem sjálfboðaliðar í mörg ár hér á Grund ef ekki áratugi og alltaf slá þeir í gegn. Árni Harðarson er söngstjóri og hefur verið það á þriðja áratug. Takk fyrir okkur. Erum þegar farin að hlakka til næstu tónleika að ári.