Öskudagurinn var tekinn með trompi í Mörk og bæði starfsfólk og heimilisfólk lífguðu upp á daginn með að skarta búningum.
Börn frá leikskólanum Steinahlíð komu svo í heimsókn og slógu köttinn úr tunnunni og þá færðist fjör í leikinn í húsinu hjá okkur.