Óvæntur gestur á stjórnarfundi
14.04.2025
Það er algengt að kisur geri sig heimakomnar á Grund. Á síðasta stjórnarfundi heimilisins linnti þessi fallega kisa ekki látum fyrr en hún komst inn á fundinn. Hún lagði ekki mikið til málanna en hlustaði með eyrun vel sperrt.

Þegar sækja átti mjólk fyrir þennan óvænta gest ákvað hann að hoppa upp í gluggakistuna á ný og halda för sinni áfram þar sem hann fengi kannski eitthvað meira krassandi til að hlusta á og ef til vill rjóma til að lepja.