Það var notalegt í sjúkraþjálfuninni okkar í vikunni. Heimiliskonurnar Rúna og Eyrún kom saman einu sinni í viku og gera styrktaræfingar. Að þessu sinni voru þær að gera æfingar með uppáhaldsdótinu hans Pongó, stórum appelsínugulum boltum. Hann fylgdist að sjálfsögðu spenntur með og passaði að allt færi vel fram.