Síðastliðinn fimmtudag var réttardagur Markar. Íbúar 60+ fengu dýrindis kjötsúpu og bessastaðatertu í eftirrétt í hádeginu. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaðurinn hennar Björn Skúlason komu í heimsókn og nutu dagskránnar sem var í boði með íbúum. Gísli Páll stjórnarformaður Grundarheimilanna sagði frá smölun norðan og austan heiða, Halla Tómasdóttir ávarpaði gesti og í lokin var tekinn fjöldasöngur undir leiðsögn Rebekku Magnúsdóttur.
Við erum þakklát Höllu og Birni fyrir yndislega heimsókn. Takk allir sem komu og nutu réttardagarins með okkur.