Samkeppni um flottasta piparkökuhúsið

 
Undanfarin ár hefur verið efnt til skemmtilegrar samkeppni á Grundarheimilunum um flottasta piparkökuhúsið. Ekki endilega bara það hús sem er fallegast heldur tekið mið af allskonar þáttum eins og samvinnu heimilisfólks og starfsfólks, móttökum þegar dómnefnd mætti, veitingum og frumleika.

Það ríkti eftirvænting þegar dómnefndin fór um Grundarheimilin og á öllum heimilum var henni tekið fagnandi.
Peningaverðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin á öllum heimilunum þremur.