Það er komin hefð fyrir því að hafa setningarathöfn tónlistarhátíðarinnar Iceland airwaves á Grund. Í gær var komið að þeim árlega viðburði. Eftir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra hafði lýst því yfir að hátíðin væri hafin stigu á stokk Elín Hall söng- og leikkona og hljómsveitin Hjálmar. Það er alveg sérstakt andrúmsloft þegar þessi viðburður er á heimilinu. Heimilisfólk lætur sig ekki vanta en svo koma líka leikskólabörn sem og gestir sem hafa keypt sig inn á hátíðina. Allir sitja saman í sátt og samlyndi og hlýða á listamennina sem fram koma.